Grafin nautabruchetta með rauðvínsdressinguUppskrift
500 g hreinsað nautafillet

Marinering
¾ bolli salt
¹⁄³ bolli sykur
1 tsk ristuð fennelfræ
1 tsk ristuð kóríanderfræ
¼ bolli mulin svört piparkorn
2 msk kúmen
½ bolli saxaðar ferskar kryddjurtir (t.d tarragon, salvía, mynta, timjan, rósmarín)
2 msk rifinn sítrónubörkur

Bruchetta
24 sneiðar snittubrauð
2 hvítlauksgeirar
¼ bolli rifinn parmesanostur

Rauðvínsdressing
3 bollar bragðmikið rauðvín
kryddvöndur (bindið utan um gulrót, lárviðarlauf,vorlauk, timjan og steinselju)
½ tsk svört piparkorn
5 einiber
½ bolli majónes
Leiðbeiningar
Setjið salt, sykur, krydd og jurtir í skál og blandið vel saman. Nuddið blöndunni vel á alla fleti kjötsins og pakkið því inn í plastfilmu. Geymið í kæli í tvo daga.


Setjið vínið, kryddvöndinn og einiberin í pott og sjóðið niður í um það bil 2 mínútur. Passið að brenna ekki soðið. Sigtið og kælið.


 Hrærið víninu út í majónesið og kryddið með salti og pipar ef þurfa þykir.
Ristið brauðsneiðarnar undir grillinu í ofni, kljúfið hvítlauksrifin og nuddið brauðsneiðarnar með þeim. 


Smyrjið þá brauðið með rauðvínsdressingu, leggið sneið af grafna kjötinu á brauðið og dreifið parmesanosti yfir.

Uppruni uppskriftar: Noatun.is
Hér koma fb athugasemdir


Upphafssíða alnetsins Allar fréttirnar á einum stað