Uppskrift
1.25 l vatn
1 msk ólífuolía
1 msk laukur (eða bara hálfur laukur)
1-2 hvítlauksrif
1-2 kartöflur
2 gulrætur
½ blómkálshöfuð 
2 dl pastaslaufur
300 gr tómatar í dós
5 msk tómatþykkni
1 msk grænmetiskraftur
Leiðbeiningar
Laukurinn skorinn smátt. Hvítlaukurinn marinn. Látið krauma í ólífuolíunni þar til laukurinn verður mjúkur.

Grænmeti skorið í hæfilega bita og bætt í ásamt tómatþykkni, tómötum og vatni. Þegar grænmetið er orðið mjúkt er pastanu bætt við. Súpan er tilbúin þegar pastað er hæfilega soðið.

Í þessa súpu er hægt að bæta við allskonar grænmeti. Leyfið hugmyndafluginu að ráða! 
Fyrir: 4

Uppruni uppskriftar: Uppáhalds uppskriftir leikskólabarna
Hér koma fb athugasemdir


Upphafssíða alnetsins Allar fréttirnar á einum stað