Steinseljuaioli eða basilUppskrift
1 eggjarauða
1 dl nýrifinn parmesanostur
1 væn tsk Dijon-sinnep
2 hvítlauksrif
safi úr hálfri sítrónu
2 dl matarolía
1 dl ólífuolía
1/2 búnt flatlaufa steinselja
salt og pipar
Leiðbeiningar
Byrjið á því að setja steinseljuna (nú eða væna lúku af basilblöðum) í matvinnsluvél.

Maukið fínt.

Setjið næst rifna parmesanostinn, sinnepið, eggjarauðuna og sítrónusafann út í og þeytið vel saman.

Blandið olíunum saman og hellið í hægri bunu saman við, þeytið á meðan. Sósan fer að þykkna hratt.

Þegar hún er orðin þétt er bragðað til með salti og pipar.
Um uppskriftina
Aioli er suður-evrópsk sósa sem oft er tengd við Provence í Frakklandi en er líka algeng í Katalóníu og raunar alveg niður til Valencia.

Heitið kemur úr katalónsku orðunum all e oli, hvítlaukur og olía og þetta er í raun hvítlauksmajonnes.

Hér blöndum við líka kryddjurtum saman við og úr verð þessi líka fína kalda sósa með grillmatnum. Það er er hægt að nota steinselju eða basil.

Uppruni uppskriftar: Vinotek
Hér koma fb athugasemdir


Upphafssíða alnetsins Allar fréttirnar á einum stað