Spaghetti með spínati og hvítlauk



Uppskrift
500 g. heilhveitispaghetti (eða annað heilhveitipasta)
500 g. spínat
3 matskeiðar ólífuolía
4 hvítlauksgeirar
2 matskeiðar rauðvínsedik
handfylli af furuhnetum
50 g. parmesan ostur, rifinn
Chilli flögur, til skraut og bragðbætingar.
Leiðbeiningar
Sjóðið spaghetti.

Spínatið má gufusjóða, eða setja það í sigti og hella yfir það sjóðandi vatni uns það verður mjúkt. Kælið svo spínatið og saxið það.

Hitið hvítlaukinn í olíunni uns hann fer að brúnast. Hellið þá edikinu í pottinn og látið sjóða í eina mínútu. Slökkvið þá á hellunni.

Þegar spaghettiið er soðið, blandið því þá saman við olíuna, og spínatið.

Berið fram í skál, og stráið parmesan osti og chilli flögum yfir.
Undirbúningstími: 10 mínútur
Eldunartími: 10 mínútur
Fyrir: 4

Uppruni uppskriftar: BBC Good Food
Hér koma fb athugasemdir


Upphafssíða alnetsins Allar fréttirnar á einum stað