Valmynd
Hátíðar humarsúpa með agúrkum, sólselju og silungahrognum



Uppskrift
Súpa
1,5 l gott humarsoð
3 dl hvítvín
4 skalottlaukar saxaðir
3 hvítlauksgeirar saxaðir
1 sellerístilkur saxaður
500 ml rjómi
20 ml koníak
40 g smjör + 30 g hveiti
(smjörbolla)
salt eftir smekk

Humar
500 g humarhalar, teknir úr skelinni20 ml olía
50 g smjör
2 hvítlauksgeirar skornir í tvennt
salt1 agúrka skræld, kjarnhreinsuðog skorin í litla teninga
2 sellerístilkar skornir í litla teninga
½ dós sýrður rjómi 18%
½ búnt fersk sólselja (dill)
½ msk. agavesíróp
1/3 krukka silungahrogn
salt
safi og börkur af 1 lime
Leiðbeiningar
Súpa
Léttsteikið grænmetið í potti, bætið hvítvíni út í og sjóðið niður um helming. Bætið humarsoði í og sjóðið niður um 1/3. Sigtið yfir í annan pott og bætið rjómanum út í, sjóðið niður um ¼. Smakkið til með salti, þykkið með smjörbollu og blandið vel með töfrasprota. Bætið koníaki út í í restina.

Humar
Hreinsið humar og beygið hann saman í hring. Steikið á pönnu á annarri hliðinni þar til gullinbrúnn. Bætið smjörinu ásamt hvítlauksgeirum út í og leyfið því að freyða. Snúið humrinum yfir á hina hliðina í 10-15 sek. og takið af pönnunni. Þerrið lítillega og raðið í súpudiska.Blandið öllu hráefninu saman og setjið hæfilegan skammt í miðjan súpudisk. Hellið heitri súpunni yfir og toppið með létt þeyttum rjóma og stökkum brauðteningum.
Fyrir: 6

Uppruni uppskriftar: Nóatún.is