Valmynd
Bauna- og kartöflubuff Með spínati og fetaostiUppskrift
50g spínat
200g soðnar/bakaðar kartöflur – hægt að nota sætar kartöflur
200g soðnar kjúklingabaunir
50-75g fetaostur – hægt að nota sojaost
½ tsk cumin duft
1 tsk karryduft
¼ - ½ tsk salt
¼ - ½ tsk reykt paprika
Leiðbeiningar
Blandið öllu saman í hrærivél eða matvinnsluvél.

Mótið buffin með ískúluskeið og bakið í 200°C ofni í 15-20 mín.
Um uppskriftina
Þessi buff eru frábær með raitu og góðu salati.
Undirbúningstími: 5 - 10 mínútur
Eldunartími: 15 - 20 mínútur
Fyrir: 2

Uppruni uppskriftar: Himneskt