Valmynd
Uppskrift
1 pakki af núðlum
Væn sletta af eitursterkri sósu að eigin vali
Svartur pipar eftir smekk
Leiðbeiningar
Á núðlupakkanum má sjá hversu mikið vatn þarf að sjóða. Fylgið þeim leiðbeiningum.

Setjið núðlurnar í sæmilega hreina skál, og þegar vatnið nær suðu, hellið því þá yfir núðlurnar. Blandið svo súpumixinu við.

Þegar núðlurnar byrja að mýkjast er gott að líta upp úr símanum af og til, og hræra aðeins í þeim.

Finnið nú yðar sterkustu sósu, og gusið hressilega yfir diskinn.

Hrærið vel.

Stráið kolsvörtum pipar yfir.

Njótið svo þessarar herramannsmáltíðar.
Um uppskriftina
Ef rétturinn er svo sterkur að þú ferð að sjá fram í tímann, þá hefurðu náð fullkomnum í eldamennskunni.
Undirbúningstími: 5 mín (á meðan beðið er eftir núðlunum)
Eldunartími: 3 mín (sjóða vatn)
Fyrir: 1

Uppruni uppskriftar: Úr safni piparsveinsins