Valmynd
Uppskrift
500 g. ferskur ananas
4 til 6 ísmolar
200 ml. kókosmjólk
2 til 3 teskeiðar sykur fyrir þá sem vilja.
Ananasbitar til skrauts.
Leiðbeiningar
Fyrsta skrefið er að flysja og skera ananasinn. Hálfur meðalstór ananas passar ágætlega.

Setjið ananasbitana í blandara og maukið vel, þangað til engir ananasbitar eru sjáanlegir í blöndunni.

Fyrir þá sem vilja sætari útgáfu má bæta við 2 til 3 teskeiðum af sykri, eða öðru sætuefni.

Bætið nú við 200 ml. af þykkri kókosmjólk. Einnig má nota kókosrjóma, en þá þarf að blanda hann með vatni eða kókosvatni.

Setjið einnig 4 til 6 ísmola í blandarann og blandið uns blandan er áferðarjöfn.

Þá er ekkert eftir annað en að hella í glös, og skreyta með ferskum ananas.
Um uppskriftina
Pina colada er „mocktail“ drykkur, gerður úr ananas og kókósmjólk. Þetta er þjóðardrykkur Puerto Rico. 

Uppskriftin er einföld og samanstendur af ananas, kókosmjólk og ísmolum. Þetta er krakkavænn drykkur og hollur, ásamt því að vera saðsamur.

Best er að nota ferskan ananas, en auðvitað er hægt að bjarga sér fyrir horn með ananas úr dós. Ferska kókosmjólk má útbúa heima, eða kaupa tilbúna. 

Hægt er að útbúa áfenga útgáfu af Pina Colada með því að bæta við hvítu rommi.
Undirbúningstími: 15 mínútur
Eldunartími: Enginn
Fyrir: 3

Uppruni uppskriftar: Veg Recipes of India