Valmynd
Innskráning
Allar uppskriftir
Skrá uppskrift
Matseðill
Bakstur
Drykkir
Fiskur & sjávarfang
Grjón / baunir
Grænmeti
Kjöt
Pasta / núðlur
Sósur
Súpur
Grunnur / byrjendur
Notandi
Lykilorð
Stofna aðgang
Innskrá
Stofna aðgang
Uppskriftir
Skrá uppskrift
Matseðill
Bakstur
Drykkir
Fiskur & sjávarfang
Grjón / baunir
Grænmeti
Kjöt
Pasta / núðlur
Sósur
Súpur
Grunnur / byrjendur
Plokkfiskur
Fiskur & sjávarfang
Í potti
Aðalréttur
Einfalt
Hollt
Vinsælt hjá börnum
Uppskrift
350 g fiskur (t.d. ýsa eða þorskur), soðinn eða bakaður
salt
350 g kartöflur
½ laukur
1½ msk smjör
2 msk hveiti
250 ml mjólk
(hvítur) pipar
Leiðbeiningar
Settu fiskinn í pott ásamt svolitlu salti og köldu vatni svo rétt fljóti yfir, hitaðu að suðu, slökktu undir pottinum og láttu fiskinn bíða í soðinu í 5-6 mínútur. Taktu hann þá upp úr.
Sjóddu kartöflurnar þar til þær eru meyrar, flysjaðu þær og skerðu þær í bita.
Afhýddu laukinn og skerðu hann frekar smátt.
Bræddu smjörið í potti, settu laukinn út í og láttu hann krauma í um 5 mínútur við fremur vægan hita án þess að brúnast.
Stráðu hveitinu yfir og hrærðu vel. Láttu krauma í um 1 mínútu. Hækkaðu þá hitann, helltu mjólkinni saman við smátt og smátt og hrærðu vel á meðan. Lækkaðu hitann aftur þegar sýður og láttu sósuna malla í um 5 mínútur; hrærðu oft svo hún brenni síður við (bættu við svolítilli mjólk ef hún er mjög þykk). Taktu hana svo af hitanum.
Settu fiskinn út í (gott að stappa hann dálítið með gaffli fyrst) og hrærðu rösklega. Settu svo kartöflurnar út í og hrærðu. Bættu við ögn meiri mjólk ef plokkfiskurinn er mjög þykkur.
Kryddaðu plokkfiskinn með töluvert miklum pipar (helst hvítum, svona upp á útlitið) og salti eftir smekk – smakkaðu þig bara áfram. Sumir vilja bragðbæta hann með örlitlu sinnepi eða karrídufti, hvítlauk eða öðru, og svo er oft stráð söxuðum graslauk eða vorlauk yfir.
En annars er það bara rúgbrauð og smjör með.
Um uppskriftina
Plokkfiskur er einhver mesti mömmu- og hversdagsmatur sem hægt er að hugsa sér en ég hef líka borið hann fram í fínum veislum og hann hefur alveg slegið í gegn.
Hann á við næstum hvar og hvenær sem er - og tiltölulega einfalt að elda hann. Það sem þú þarft aðallega að passa er að hitinn verði ekki of hár svo að laukurinn fari ekki að brúnast og svo að sósan verði kekkjalaus.
Ef illa fer og hún verður öll í kekkjum sem ekki fara þótt þú hrærir eins og brjálæðingur (betra að nota písk en sleif, ef þú átt hann), þá skaltu hella henni í gegnum sigti og setja svo aftur í pottinn.
Fyrir: 2 til 3
Uppruni uppskriftar:
Nóatún
Ég eldaði
eftir þessari uppskrift
Þessi uppskrift er
uppáhalds
Bakstur
Bökur
1
Brauð
2
Kökur
1
Pizzur
1
Drykkir
Áfengir
0
Óáfengir
1
Fiskur & sjávarfang
Á pönnu
0
Í ofni
1
Í potti
1
Í súpu
1
Sushi
0
Grjón / baunir
Grænmeti
Borgarar / buff / bollur
4
Grænmetisréttir
2
Salöt
0
Kjöt
Kalkúnn
0
Kjúklingur
0
Lambakjöt
0
Nautakjöt
4
Svínakjöt
0
Annað
0
Pasta / núðlur
Sósur
Brúnar-
1
Dressingar
0
Hvítar-
2
Jógúrt-
0
Kaldar-
2
Pasta-
0
Rauðar-
0
Súpur
Grænmetis-
1
Kjöt-
0
Núðlu-
0
Sjávarrétta-
1
Grunnur / byrjendur
Salöt
1
Sósur
2
Upphafssíða alnetsins
Allar fréttirnar á einum stað