Valmynd
Spaghettifiskur að hætti leikskólans Álfasteins í Hörgársveit.Uppskrift
Sósa
1 dós sýrður rjómi
1 geiri hvítlaukur
1 tsk basilika
örlítið salt

100 gr spaghetti
500 gr fiskur
Fiskikrydd
Rifinn ostur
Eldfast mót spreyjað með bökunarspreyji
Leiðbeiningar
Spaghetti er soðið, lagt í botninn á eldföstu móti og sósunni hellt yfir. 
Fiskinum raðað ofan á og kryddað með fiskikryddinu. 
Osti stráð yfir og bakað við 200 gráður í 20-25 mín. 

(Á myndinni var skreytt með ferskri basiliku)
Um uppskriftina
Eitt af því sem gladdi mig hvað mest þegar mér bárust uppskriftir frá leikskólum landsins var fjöldinn allur af fiskuppskriftum sem þar eru á meðal. Það er greinilegt að leikskólabörnum finnst fiskur góður!

Samkvæmt rannsókn á fiskneyslu sem gerð var árið 2007, kom í ljós að ungt fólk borðar fisk að meðaltali 1,3 sinnum í viku. En mælt er með að fólk neyti fisks að minnsta kosti tvisvar í viku. Annað sem kom í ljós í sömu rannsókn var að matarvenjur mótast strax í æsku. Því er mikilvægt að foreldrar gefi börnum sínum regulega fisk og leggi þannig grunninn að heilbrigðum matarvenjum til framtíðar.

Hvers vegna er fiskur svona frábær fæða? Fiskur býr yfir fjölmörgum kostum líkt og flestir vita. Fiskur inniheldur meðal annars hinar margrómuðu omega-3 fitursýrur. En áhugi manna á omega-3 fitusýrum jókst eftir árið 1970 er í ljós kom að inúítar á Grænlandi höfðu mun lægri tíðni hjartasjúkdóma en t.d. Danir og Bandaríkjamenn. Ástæðan var sú að mataræði inúítanna einkenndist þá af fiski og sjávardýrum. Í fiskfitu er að finna langar ómettaðar fitusýrur (omega-3) sem ekki er að finna í jurtaolíum. Þessar ákveðnu fitusýrur hafa einmitt jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma og fleiri sjúkdóma. Ekki afleitt!
Fyrir: 4

Uppruni uppskriftar: Uppáhalds uppskriftir leikskólabarna