Valmynd
Uppskrift
3 laukar, skornir þunnt
1 msk timían + 1 tsk timían
4-5 kúrbítur (zucchini), skorin í sneiðar langsum
6 plómutómatar, skornir langsum
lasagnaplötur
basilpestó, mæli með að þið búið til ykkar eigin
1 stór dós kotasæla, vökvi lauslega síaður frá og hrært útí 1-2 msk rjómaost (ef vill)
1/2 bolli rifinn parmesanostur
fínrifið hýði af 1 sítrónu
1/2 búnt söxuð steinselja
1 poki rifinn mozzarellaostur
brauðmylsnur úr 2 vel ristuðum brauðsneiðum
1 msk dijonsinnep
8 msk ólífuolía
3 msk smjör
spínat
Leiðbeiningar
Látið 2 msk af olíu og 1 msk af smjöri á stóra pönnu og hitið við lágan hita þar til smjörið hefur bráðnað. Bætið þá lauknum út í og 1 msk af timían og hitið á pönnunni í um klukkutíma eða þar til laukurinn er kominn með karmelluáferð.

Hitið ofninn á 150°c.  Blandið saman í stórri skál zuccini ásamt 4 msk af olíu og saltið. Raðið á 2 bökunarplötur og bakið í 40 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt. Aukið þá hitann í 200 °c og eldið í um 10 mínútur eða þar til zucchiniið er orðið gyllt..

Blandið saman í skál kotasælunni, parmesan, sítrónuberkinum, steinseljunni (nema 1 msk) og saltið og piprið.

Bræðið á pönnu 2 msk smjör við meðalhita. Bætið 1 tsk af timian, 1 msk af dijonsinnepi og 1 msk af steinselju. Takið af hitanum og hrærið kröftuglega.

Bætið brauðraspinu útí og blandið vel saman. Takið til hliðar

Raðið nú hráefnunum saman í ofnfast mót:a. helming  af lauknum
b. helming af zucchini
c. helming af tómatasneiðum
d. látið pastaplötur yfir allt
e. pestó þvínæst yfir pastaplöturnar
f. 1/3 af kotasælublöndunni
g. spínat
h. helming af mozzarellaostinum

Endurtakið einu sinni enn í sömu röð og látið síðan brauðmylsnu yfir allt.

Hitið í 175°c heitum ofni í 20 mínútur með álpappír yfir forminu, takið það síðan af og eldið í aðrar 40 mínútur eða þar til það fer að sjóða.
Um uppskriftina
Var ég búin að segja ykkur að ég elska grænmeti? Allir þessir litir, form, lögun og öll þessi mismunandi brögð.

Ég er ekki grænmetisæta, en ég sæki klárlega mikið í léttari mat þar sem undirstaðan er ýmiskonar grænmeti. Lasagna er réttur sem maður fær aldrei nóg af og á alltaf vel við og hentar bæði sem hversdagsmatur og spari.

Uppskrift að þessu lasagna fann ég á síðu þar sem áhugafólk um eldamennsku deilir sinni góðu uppskrift.

Mér fannst þetta lasagna vera hreint út sagt dásamlegt og það skemmtilega við það er að þú getur haft hvaða grænmeti sem hugurinn girnist í stað kúrbíts  eins og t.d. sætar kartöflur, eggaldin eða grasker og breytt uppskriftinni algjörlega eftir þínu höfði, án þess að uppskriftin missi gæðin.
Eldunartími: 3 klst

Uppruni uppskriftar: Gulur, rauður, grænn og salt