Valmynd
Uppskrift
1 túnfiskdós
1/2 laukur
1 egg
majónes
Leiðbeiningar
Harðsjóðið egg.

Þegar eggið er soðið er gott að kæla það í köldu vatni.

Tæmið túnfiskdósina í skál, og blandið saman majónesi að vild. Hrærið vel.

Saxið 1/4 til 1/2 lauk, og hrærið út í.

Takið skurnina af egginu, saxið það, og hrærið út í.

Mörgum finnst gott að krydda salatið örlítið, t.d. með svörtum pipar eða hvítlauksdufti.
Undirbúningstími: 5 mín
Eldunartími: 10 mín (sjóða egg)