Valmynd
Sveppasósa Góð með grilluðu kjötiUppskrift
250 g sveppir
U.þ.b. 50 g smjör
5 dl matreiðslurjómi
2 msk þurrkaðir sveppir – muldir í morteli (má sleppa)
Ögn af sojasósu
1 tsk kjötkraftur
3 dropar tapascosósa
Aðeins af rifsberjahlaupi
2 msk dökkur sósujafnari
Saltflögur
Mulinn pipar
Leiðbeiningar

Sveppir skornir í tvennt (eða fernt) og steiktir í smjöri í nokkrar mínútur á frekar háum hita – hrært í.  Oft skil ég eftir hluta af ósteiktum sveppum – fínsaxa þá og steiki þá sér.  Þá legg ég stærri sveppina til hliðar og steiki fínsöxuðu sveppina sér einnig í smjöri.

Hitinn lækkaður og rjóma bætt við.

Annað hráefni sett út í og hrært saman. Stærri sveppunum bætt saman við.

Smakkað til – saltað og piprað.  Gott að setja safann sem rennur af kjötinu saman við sósuna.
Um uppskriftina
Þessa sósu bjó ég til um daginn og mér fannst hún lukkast ágætlega. Skrifaði niður hlutföllin til þess að gleyma þeim ekki.

Hægt er að útbúa sósuna eitthvað áður og láta hana standa í potti með loki.
Undirbúningstími: 5 mín.
Eldunartími: 25 mín.
Fyrir: 4 - 5

Uppruni uppskriftar: Hanna.is