United Silicon

Hér að neðan er saga United Silicon rakin, eins og hún birtist í íslenskum fjölmiðlum.

Að auki er fylgst með ævintýrum Magnúsar Garðarssonar, sem lengst af var forsprakki félagsins.

Aðrar helstu sögupersónur eru Arion banki, Reykjanesbær og Reykjaneshöfn, en helstu aukaleikarar eru Thorsil, ÍAV, Landsnet, Umhverfisstofnun, og einstaka þingmenn, að ógleymdum íbúum Reykjanesbæjar.

„Stutt í mark“

segir Magnús Garðarsson

Viðræður í gangi við evrópska og bandaríska banka. 12. febrúar 2010

„Íslenska kísilfélagið flytur á Ásbrú.

„Starfsemi hefst eftir 2 ár“ segir Magnús Garðarsson 28. apríl 2011

Skattur fælir kísiliðnað frá

„Fyrirtækin fara einfaldlega eitthvert annað. Til dæmis er hægt að fá raforku á svipuðu verði í Bandaríkjunum, þar sem ekki er talað um kolefnisskatta“, segir Magnús Garðarsson 22. nóvember 2011

Árni Sigfússon vongóður um að kísilver rísi í Helguvík

5. maí 2012

Landsvirkjun gerir raforkusamning við United Silicon

20. mars 2014

„Spennandi tímar framundan“

Segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 4. apríl 2014

„Allt á fullt í Helguvík“

Lykilsamningar loks í höfn 28. maí 2014

Landsnet þarf að fjárfesta fyrir átta milljarða

fyrir Bakka og Helguvík 11. júní 2014

Fyrsta skóflustunga tekin

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Hér eru menn að hefja framkvæmdir við það sem verður, ef allt gengur samkvæmt áætlun, stærsta sílíkon-verksmiðja í heimi. 27. ágúst 2014

Magnús Garðarsson Ragnheiður Elín Sigmundur Davíð

Til hamingju íbúar!


Árni Sigfússon óskar íbúum Reykjanesbæjar til hamingju með kísilver United Silicon í Helguvík. En segir þó að því miður hafi margir verið til þess að tala þetta verkefni niður. 31. ágúst 2014

Samið Við Tenova Pyrmet

um byggingu og uppsetningu á ljósbogaofni. 11. september 2014

Magnús Garðarsson lýsir yfir sannfæringu sinni að fjárfestingarsamningur ríkisins við United Silicon verði samþykktur af Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), þrátt fyrir að samningar við Becromal, Verne, Kísilfélagið, Thorsli og GMR hefðu falið í sér ólögmæta ríkisaðstoð að mati stofnunarinnar. 10. október 2014

Landsnet undirritar

200 milljóna samning um kaup á raflínum fyrir kísilver United Silicon. 3. desember 2014

Magnús Garðarsson mótmælir frummati Mannvits á umhverfisáhrifum Thorsil. 19. desember 2014

Fréttir berast af því að Reykjaneshöfn verði rekin með 115 milljóna tapi, og að eigið fé hennar sé neikvætt um 4,4 milljarða króna. 13. mars 2015

Landsnet gerir 341 milljón króna samning við ÍAV um byggingu tengivirkis í Helguvík 22. apríl 2015

Magnús Garðarsson á aflmesta rafbíl landsins

„Þess vegna valdi ég númer bílsins NO CO2 og er þar vísað til þess að enginn útblástur er frá bílnum“. 22. apríl 2015

Skipulagsráð Reykjanesbæjar

samþykkti umdeilda breytingu á lóðum Thorsil í Helguvík og hafnaði kröfu um íbúakosningu. 29. apríl 2015

Áætlaður kosntaður Landsnets 900 milljónir

Landsnet gerir 129 milljón króna samning við Rafeyri um uppsetningu á háspennubúnaði í nýju tengivirki Landsnets.

Heildarkostnaður Landsnets vegna Helguvíkur er áætlaður nálægt 900 milljónum. 3. júní 2015

Risaofn kominn til Helguvíkur


Sá fyrsti af fjórum. 9. júlí 2015

Reykjaneshöfn fer fram á 2,3 milljarða ríkisstyrk vegna stækkunar hafnarinnar


Magnús Garðarsson segir stækkunina óþarfa. 25. ágúst 2015

Lögmaður Atlantic Green Chemicals (AGC) segir að ákvörðun Reykjanesbæjar um að eftirláta Thorsil lóð sem áður hafði verið lofuð AGC hafi þýtt 400 milljón króna tap fyrir bæjarfélagið. 9. október 2015

Geo-park eða Neon-park?


Niðurstöður íbúakosninga um breytingar á deiluskipulagi í Helguvík verða ekki bindandi. 12. nóvember 2015

Píratar í Reykjanesbæ álykta um loftmengun frá starfsemi í Helguvík. 19. nóvember 2015

Thorsil

birtir heilsíðuauglýsingu í Víkurfréttum. 26. nóvember 2015

Kísilverin í Helguvík

sjá sjálf um mengunarmælingu. 3. desember 2015

Uppbygging í Helguvík

hefur tekið á fjárhagslega hjá Reykjanesbæ. 9. desember 2015

Danska verkfræðistofan COWI afneitar skýrslu um Helguvík


Skipulagsstofnun notast þó enn við útreikninga úr skýrslunni. 15. desember 2015

United Silicon vill nota gám sem umhverfisvöktunarstöð

14. janúar 2016

United Silicon skilar ekki inn áætlun um vöktun á umhverfisáhrifum

Þá hefur fyrirtækið ekki heldur svarað fyrirspurnum Umhverfisstofnunar varðandi það hvar geymslusvæði fyrir úrgang verður staðsett, né hvernig honum verður ráðstafað. 16. febrúar 2016

Reykjaneshöfn fær ekki enn 100 milljón króna greiðslu frá United Silicon/Geysi Capital sem átti að greiða í lok nóvember 2014 22. mars 2016

90 dagar eftir af framkvæmdum


12 starfsmenn á skrifstofu og 205 vinna við uppbyggingu kísilversins. 07. apríl 2016

Hvorki United Silicon/Geysir Capital né Thorsil greiða fyrir lóðir sínar. 20. maí 2016

Átta milljarða skuld

Skuldir Reykjaneshafnar eru nú 8 milljarðar og eigið fé neikvætt um 5 milljarða. Reykjanesbær hefur lánað höfninni 3,1 milljarð í formi víkjandi láns. 25. maí 2016

Fyrsti farmur

af hráefni fyrir kísilver United Silicon kominn til Helguvíkur. 26. maí 2016

United Silicon

skuldar ÍAV hundruð milljóna, en neitar að borga. 3. júní 2016

Þingmaður Framsóknarflokksins

vill að ríkið komi að fjármögnun hafnarframkvæmda í Reykjanesbæ. 9. júní 2016

Kísilverð hefur lækkað um þriðjung síðustu tvö ár


Hluthafar fá engan arð nema verð hækki segir Magnús Garðarsson. 13. júlí 2016

Magnús Garðarsson

var rekinn frá COWI fyrir að misnota pólska verkamenn. 20. júlí 2016

ÍAV hætta framkvæmdum

við kíslilver United Silicon vegna vangreiddra skulda. Magnús Garðarsson kallar til lögreglu þegar ÍAV vill fjarlægja búnað sinn af vinnusvæðinu. 21. júlí 2016

Engir sérkjarasamningar


United Silicon ætlar ekki að gera sérkjarasamninga við starfsfólk. Eina stóriðja landsins sem gerir það ekki. 28. júlí 2016

Forstjóri ÍAV

telur United Silicon ekki eiga fyrir skuld sinni. ÍAV fær enn ekki aðgang að vinnusvæðinu til að sækja búnað sinn. 5. ágúst 2016

Formaður Verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur

er kominn með nóg af United Silicon (áður en verksmiðjan hefur framleiðslu) og segir að fyrirtækið megi bara fara. 6. ágúst 2016

Enn óvissa

með úrgang kísilversins, nokkrum vikum fyrir gangsetningu. 12. ágúst 2016

Matsskýrslan og raunveruleikinn fara ekki saman

15. ágúst 2016

Kveikt upp í kísilveri United Silicon með kyndlum

13. október 2016

Lóðarskuld

United Silicon/Geysis Capital komin í 162 milljónir. 14. október 2016

Hvað með heilsu íbúa?

17. nóvember 2016

Súr brunalykt

frá kísilveri United Silicon. 18. nóvember 2016

Mikil brunalykt frá kísilverinu


Reykhreinsivirki United Silicon ekki notað fyrstu dagana. 24. nóvember 2016

„Við mengum öll“

segir United Silicon 24. nóvember 2016

Svona leit mengunin út í gærmorgun hjá United Silicon. 28. nóvember 2016

„Bara eins og á áramótabrennu“



United Silicon gerir lítið úr mengun og upplifun bæjarbúa. 28. nóvember 2016

Undirskriftasöfnun

gegn stóriðju í Helguvík hafin. Rúmlega þrjú þúsund undirskriftir á örfáum dögum. 1. desember 2016

Vinnuslys, mengun, undirboð og bágar vinnuaðstæður hjá United Silicon

7. desember 2016

Bæjarráð lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála í Helguvík


Umhverfisstofnun metur heildarlosun frá kísilveri United Silicon meiri en fyrirtækið gerði upphaflega ráð fyrir.

Sýni tekin úr jarðvegi áður en kísilverið tók til starfa.

Fyrsta útskipun á kísilmáli frá kísilveri United Silicon.

Bæjarbúar telja rétt að staldra við.

„Spennandi tímar framundan“, segir Magnús Garðarsson

8. desember 2016

Íbúafundur vegna mengunar

9. desember 2016

Mengunarmælir í Heiðarhverfi kominn í gagnið

15. desember 2016

Fjöldi á fundi um mengun frá kísilveri

22. desember 2016

United Silicon auglýsir eftir starfsmönnum

„með brennandi áhuga á fyrirbyggjandi viðhaldi“.

29. desember 2016

United Silicon

losar eiturefni út í andrúmsloftið

í skjóli nætur. 3. janúar 2017

Ömurlegar vinnuaðstæður hjá United Silicon

3. janúar 2017

Forsvarsmenn verksmiðjunnar United Silicon hafna því að óheimil losun verksmiðjunnar, sem gerð var án vitundar Umhverfisstofnunar, hafi falið í sér losun „hættulegra“ efna. 4. janúar 2017

Forstjóri Vinnueftirlitsins segir United Silicon með grundvallaratriði í ólagi

6. janúar 2017

Umhverfisstofnun áformar að láta fara fram

verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilversins

. 24. febrúar 2017

Magnús Garðarsson þvertekur fyrir að hafa verið handtekinn.

Segist hafa beðið lögregluna um far í vinnuna.

3. mars 2017

United Silicon óskar eftir

sex mánaða fresti til úrbóta í mengunarmálum.

9. mars 2017

Íbúum stafar ekki bráð hætta af mengun.

28. mars 2017

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins

biðst afsökunar

á stuðningi við United Silicon. 28. mars 2017

Krefjast þess að United Silicon hætti rekstri

31. mars 2017

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ snúa baki við mengandi iðnaðaruppbyggingu



Helguvík endurskipulögð sem grænt iðnaðarsvæði. 6. apríl 2017

Segja mannleg mistök hafa valdið skekkju í mengunarmælingum.

6. apríl 2017

Varað var við nálægt kísilversins við íbúabyggð frá upphafi


Engar skýrar reglur um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. 7. apríl 2017

Magnús Garðarsson og Auðun Helgason hættir í stjórn United Silicon

10. apríl 2017

Eldur kom upp í kísilveri United Silicon


Myndskeið 18. apríl 2017

Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilversins í Helguvík.


19. apríl 2017

Krafa ÍAV á kísilverið komin í tvo milljarða


20. apríl 2017

Ofninn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi


20. apríl 2017

Þolinmæði Umhverfisstofnunar á þrotum


21. apríl 2017

Magnús Garðarsson vill fá Tesluna aftur


21. apríl 2017

Fátt um svör hjá forstjóra United Silicon


21. apríl 2017

Laust rör olli eldinum í United Silicon


25. apríl 2017

Umræður á Alþingi á milli þingmanns Pírata og iðnaðarráðherra.

Myndskeið 26. apríl 2017

Magnús Garðarsson ákærður fyrir almannahættubrot og líkamsárás af gáleysi



Tvær ákærur fyrir ofsaakstur sameinaðar í eina. 4. maí 2017

Eignarhald United Silicon óljóst

5. maí 2017

Ofninn ræstur á ný undir eftirliti Umhverfisstofnunar

22. maí 2017

Kvartanir vegna lyktar streyma inn

25. maí 2017

Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar



Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun telur að um tímabundið ástand sé að ræða. 26. maí 2017

United Silicon/Geysir Capital og Reykjaneshöfn semja um 190 milljón króna skuld

23. júní 2017

United Silicon/Geysir Capital og Reykjaneshöfn semja um 190 milljón króna skuld

23. júní 2017

Engin heilsuspillandi efni

finnast í sýnum sem tekin voru í tólf daga frá endurgangsetningu 21. maí. 11. júlí 2017

Eldur í kísilveri United Silicon í nótt

17. júlí 2017

United Silicon ber að greiða skuld sína við ÍAV

26. júlí 2017

Komast ekki í sólina úti á palli vegna ólyktar


Ofninn kominn aftur í gang. 31. júlí 2017

United Silicon fær greiðslustöðvun

15. ágúst 2017

Bæjarráð Reykjanesbæjar vill stöðva rekstur verksmiðjunnar hið fyrsta

18. ágúst 2017

Þrír lífeyrissjóðir hafa sett samtals 2,2 milljarða króna í kísilmálmverksmiðjuna


Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur fjárfest mest, eða fyrir 1178 milljónir króna. 21. ágúst 2017

Ekki tímabært að svara um frekari fjárfestingu

23. ágúst 2017

Umhverfisstofnun hyggst slökkva á kísilverinu 10. september

24. ágúst 2017

Íbúar biðla til almannavarna

25. ágúst 2017

400 kvartanir vegna mengunar frá kísilverinu á tæpum mánuði

26. ágúst 2017

Ráðherra segir United Silicon hafa svipt íbúa frelsi sínu

30. ágúst 2017

Starfsemi kísilversins verður stöðvuð

á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. 2. september 2017

Þingmaður Viðreisnar vill fá

upplýsingar um kostnað ríkisins

og forsendur fyrir umhverfismati. 4. september 2017

United Silicon fær áframhaldandi greiðslustöðvun. 5. september 2017

Hversu mikið þarf Arion banki að afskrifa?

6. september 2017

Lífeyrissjóðir færa niður eignir og kröfur á United Silicon

um 90 prósent

6. september 2017

Magnús Garðarsson grunaður um 500 milljón króna fjárdrátt

11. september 2017

Magnús Garðarsson hélt svikunum áfram eftir að hann lét af störfum

12. september 2017

Stofnendur United Silicon út í kuldann

13. september 2017

Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir

14. september 2017

Segir lánveitingu lífeyrissjóðsins glórulausa

23. september 2017

Stjórn United Silicon óskar eftir kyrrsetningu á eignum Magnúsar

26. september 2017

Andstæðingar stóriðju í Helguvík biðla til heimsbyggðarinnar

Myndskeið 29. september 2017

Arion banki kærir Magnús Garðarsson

13. október 2017

Hnerraði sig á 180 km. hraða

7. nóvember 2017

Arion afskrifar tæpa fjóra milljarða vegna United Silicon

15. nóvember 2017

United Silicon kostar Arion banka 200 milljónir á mánuði

22. nóvember 2017

Það kostar þrjá milljarða að koma kísilverinu í gang

21. desember 2017

Fjárfesting Arion banka og lífeyrissjóða í kísilverksmiðju United Silicon

verstu viðskipti ársins og mesti skandallinn frá hruni

27. desember 2017

Hópmálsókn undirbúin gegn United Silicon



Tilgangurinn fyrst og fremst að fá starfsleyfi United Silicon í Helguvík ógilt. 3. janúar 2018

Tók tvær milljónir löngu eftir starfslok

15 janúar 2018

Magnús misnotaði fjárfestingarleið Seðlabankans sjálfum sér til hagsbóta

19 janúar 2018

Falsaðir reikningar, breyttir samningar og gervilén í fjárdráttarmáli Magnúsar

20 janúar 2018

Gjaldþrot blasir við United Silicon

22 janúar 2018

United Silicon gjaldþrota

22 janúar 2018

Gjaldþrota en samt góður fjárfestingarkostur

22 janúar 2018

Milljarðar verða að engu

22 janúar 2018

Úttekt á aðkomu ríkisins að United Silicon

22 janúar 2018

Meirihluta starfsmanna United Silicon sagt upp

23 janúar 2018

Markmið Arion banka að selja kísilverksmiðjuna

23 janúar 2018

Lögreglu tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir



Aðgangskort dóttur Magnúsar Garðarssonar notað til að fara í verksmiðjuna að nóttu til. 24 janúar 2018

Hvergi næst í Magnús Garðarsson

United Silicon hefur stefnt Magnúsi Ólafi Garðarssyni, stofnanda og fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, fyrir dóm. 30 janúar 2018

Sjö milljörðum verri afkoma hjá Arion en 2016

14. febrúar 2018

Stefnt að því að verksmiðja United Silicon verði komin aftur af stað eftir 18-20 mánuði

21. febrúar 2018

Lífeyrissjóðir kæra Magnús Garðarsson

Áður hafði stjórn United Sil­icon og Arion banki, stærsti kröfu­hafi félags­ins, sent kærur vegna gruns um refsi­verða hátt­semi Magn­úsar til yfir­valda. 27. mars 2018

Eftirlit í molum

Ekki fór fram könnun af hálfu stjórnvalda á eignarhaldi, fjárhagslegu bolmagni eða sögu rekstraraðila United Silicon heldur voru yfirlýsingar þeirra teknar góðar og gildar. 18. maí 2018

Endurbætur metnar á rúma 3 milljarða króna

Áætlað að starfsemi hefjist á ný í verksmiðjunni árið 2020. 7. júní 2018

Neikvætt eigið fé Reykjaneshafnar rúmir sex milljarðar króna

Forsendur reksturs að tvö kísilver verði komin í rekstur árið 2022. 20. nóvember 2018

Arion banki staðráðinn í að koma verskmiðjunni aftur í gang

20. nóvember 2018

Íbúar Reykjanesbæjar

glímdu við margvíslega heilsufarskvilla

á meðan starfsemi verksmiðjunnar var í gangi 13. desember 2018

Meirihluti bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar vill engin kísilver

Meirihlutinn auk fulltrúa Miðflokksins skorar á Arion banka og Thorsil að hætta við allt saman. 24. janúar 2019

Margir bera ábyrgð og mögulega bótaskyldu

Enginn þó meira en Magnús Garðarsson. 2. febrúar 2019

Teslan tekin af Magnúsi

Dómurinn staðfestur í Landsrétti 6. apríl 2019

Losun á gróðurhúsalofttegundum hér á landi eykst um

rúm 10 prósent

ef starfsemi verður hafin á ný í kísilverksmiðjunni í Helguvík, sem áður hét United Silicon. 30. apríl 2019

Meint fjársvik Magnúsar nálægt tvö þúsund milljónum

Brotavilji Magnúsar afar einbeittur. 27. september 2019

628 milljóna gjaldþrot félags Magnúsar

Ekkert fékkst upp í kröfur. 16. desember 2019

Fjármálaeftirlitið sektar Arion banka

Bankinn greindi ekki frá hagsmunaárekstrum. 17. desember 2019

Verðmæti verksmiðjunnar í frjálsu falli

Fært niður úr 4,2 milljörðum í 2,7. 16. febrúar 2020

Gríðarlegt tap Stakksbergs

Stakksberg, dótturfélag Íslandsbanka, sem heldur utan um rekstur verksmiðjunnar tapaði tæpum 6 milljörðum á árinu 2019. 1. júlí 2020

Kröfur í þrotabú United Silicon nema

23 milljörðum króna

7. desember 2020